Sköpunarsmiðjur í þremur grunnskólum: Þróunarverkefni á góðri siglingu

Netla(2022)

引用 0|浏览0
暂无评分
摘要
Þrír grunnskólar austast og vestast í Reykjavík; Ingunnarskóli, Selásskóli og Vesturbæjarskóli, standa að þróunarstarfi um innleiðingu á sköpunarsmiðjum (e. makerspaces). Þar er kallað eftir atbeina nemenda og lögð áhersla á sköpun. Stefnt er að bættu námsumhverfi, aukinni samvinnu, sjálfstæði nemenda, skapandi efnistökum við lausn verkefna, tækninotkun og samþættingu námsgreina. Kennarar hafa komið saman í menntabúðum til að kynna sér efnivið, tæki, hugbúnað og kennsluhugmyndir og gert ýmsar tilraunir tengdar smiðjustarfi í sinni kennslu. Reykjavíkurborg hefur stutt verkefnið og við rannsakendur við Háskóla Íslands lagt verkefninu lið. Nýleg rannsóknargrein (Svanborg R. Jónsdóttir o.fl., 2021) endurspeglar upphafið, byggt á viðtölum við stjórnendur og rýnihópa kennara en hér segir frá könnun á viðhorfi kennara til verkefnisins á miðri leið. Alls 22 spurningar voru í febrúar 2021 settar upp á vef og 75 af 80 kennurum skólanna þriggja brugðust við þeim. Flestir sögðust hafa góðan skilning á verkefninu, sáu í því tækifæri og töldu það mikilvægt fyrir nám og hæfni nemenda. Fjórir af hverjum fimm sögðust hafa prófað sumt sem kynnt hafði verið í menntabúðum og margir höfðu aukið áherslu á sköpun og tækni í sinni kennslu. Þá þótti verkefninu vel stýrt. Ekki voru allir jafn áhugasamir og sumir kennaranna töldu sig þurfa aukinn tíma eða ráðgjöf. Nokkur munur var á viðhorfum eftir skólum og gæti hann ráðist af skapandi starfi sem fyrir var, stöðu tæknivæðingar, aldursspönn og sóttvörnum við einstaka skóla. Hér verður í inngangsköflum gerð grein fyrir félagslegri vistfræðisýn á kennsluhætti og í ályktunum um niðurstöður stuðst við hana. Dregið er fram hvernig þættir í nærkerfi, grenndarkerfi, ytra kerfi og lýðkerfi skólanna þriggja gætu haft áhrif á þróunarstarfið. Um frekari athuganir okkar á síðari stigum verður fjallað síðar enda viljum við greina sem best hvernig finna megi sköpunarsmiðjum farveg í starfi íslenskra grunnskóla.
更多
查看译文
关键词
sköpunarsmiðjur,þremur grunnskólum,siglingu
AI 理解论文
溯源树
样例
生成溯源树,研究论文发展脉络
Chat Paper
正在生成论文摘要